Fjármálaeftirlitið hefur í dag birt á heimasíðu sinni túlkun á 2. mgr. 39. gr. laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.

20.2.2007

Samkvæmt túlkuninni skulu allar breytingar á réttindum sjóðfélaga, þ.á.m. hlutfallsleg aukning eða skerðing áunninna réttinda, koma fram í samþykktum lífeyrissjóða og sem slíkar hljóta staðfestingu fjármálaráðuneytis skv. 28. gr. laganna.

Samkvæmt 2. mgr. 39. gr. laganna ber lífeyrissjóðum að gera breytingar á samþykktum leiði tryggingafræðileg athugun í ljós að meiri en 10% munur er á milli eigna og skuldbindinga eða ef munurinn hefur haldist meiri en 5% samfellt í fimm ár. Lífeyrissjóðir geta brugðist við framangreindu með því að auka eða skerða hlutfallslega áunnin réttindi sjóðfélaga. Þar sem nokkuð er um að þannig breytingar á réttindum sjóðfélaga komi ekki fram í samþykktum birtir Fjármálaeftirlitið nú túlkun sem að því lýtur á 2. mgr. 39. gr. laganna.

Back





This website is built with Eplica CMS